top of page

Landslagsarkitektúr - 3ja ára BS-nám

Landbúnaðarháskóli Íslands býður upp á þriggja ára grunnám í landslagsarkitektúr og líkur með prófgráðunni  BS í landslagsarkitektúr. Námið veitir nemendum tækifæri til frekara náms í landslagsarkitektúr, skipulagsfræðum eða öðrum skyldum greinum.

Þeir nemendur sem fara í meistaranám í landslagsarkitektúr eiga möguleika að því framhaldsnámi loknu að fá réttindi sem landslagsarkitektar sem er lögverndað starfsheiti á Íslandi.

Nemendur sem ljúka BS-námi eiga möguleika á störfum hjá teiknistofum landslagsarkitekta og öðrum fyrirtækjum sem starfa á svið hönnunar og skipulagsáætlana. Einnig ráða opinberar stofnanir og sveitarfélög til sín nemendur sem ljúka grunnnáminu frá Landbúnaðarháskólanum.


Umhverfi þarf að vera þannig að fólki líði vel við leik og störf. Góð íbúðasvæði með samspili bygginga og opinna svæða auka á vellíðan og heilbrigði fólksins. Gott skipulag landnotkunar í þéttbýli og dreifbýli er mikilvægt fyrir þá sem búa á viðkomandi stað, enda hafi hönnuðir haft samspil náttúru, íbúa og hönnunar að leiðarljósi. Um leið þurfa þeir að leggja áherslu á sjálfbærni,vistvæna nálgun auk sérstöðu náttúru og samfélags.

Umhverfið mótar manninn. Áhrif hans á það sem honum er næst geta verið umtalsverð. Þar má ekki kasta til höndum.

Landslagsarkitektar framtíðarinnar mun koma að hönnun og áætlanagerð sem snertir á fagurfræði, náttúrulegum lausnum og verkefnum sem tengjast umhverfi mannsins og nýjum áskorunum tengdum loftslagsmálum og sjálfbærni. Atvinnuhorfur í framtíðinni eru mjög góðar og það er eftirspurn eftir sérþekkingu landslagsarkitekta.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans.

bottom of page