UMHVERFISSKIPULAG BS

Umhverfisskipulag er BS-nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. 
Umhverfi þarf að vera þannig að fólki líði vel við leik og störf. Góð íbúðasvæði með samspili bygginga og opinna svæða auka á vellíðan og heilbrigði fólksins. Gott skipulag landnotkunar í þéttbýli og dreifbýli er mikilvægt fyrir þá sem búa á viðkomandi stað, enda hafi hönnuðir haft samspil náttúru, íbúa og hönnunar að leiðarljósi. Um leið þurfa þeir að leggja áherslu á sjálfbærni,vistvæna nálgun auk sérstöðu náttúru og samfélags.

 

Umhverfið mótar manninn. Áhrif hans á það sem honum er næst geta verið umtalsverð. Þar má ekki kasta til höndum.

 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans.

skissa
skissa
press to zoom
skýringarmynd
skýringarmynd
press to zoom
snið
snið
press to zoom