top of page
Jóna G 2021.JPG

Kennari: Helena Guttormsdóttir

Formfræði hönnunar I

Formfræði út frá gráskalaforsendum leggur grunn að færni og skilning á sjónrænum grunnþáttum landslagshönnunnar og myndrænni framsetningu. Undirstöðuatriði í teikningu og skissuvinnu með áherslu á grunnformin, grátónaskalann, fjarvídd, myndbyggingu og innra samspil þessara þátta.

Formfræði hönnunar II

Áfanginn er framhald áfangans Formfræði hönnunnar l. Í gegnum verkefnavinnu er unnið með sköpun og túlkun á markvissan hátt til að dýpka skynjun og auka færni við greiningu og mat á sjónrænum viðfangsefnum landslagshönnunar. Áhrif birtu á rýmisskynjun  umhverfis könnuð  og rúmtak hluta rannsakað. Varpað er  ljósi á sjónræna þætti og myndmál landslags. Til að nálgast sjónrænu þættina er gerð grein fyrir og síðan unnið kerfisbundið eftir aðferðafræði Simon Bell. Aðferðafræðin byggir á að greina sjónræna grunnþætti í landslagi, þ.e. punkt, línu, flöt og rúmtak. Þessir þættir geta síðan raðast saman og myndað ólíkt sjónrænt mynstur.

Umhverfisskissur og áhrif lita

Eðli, litir og tónar mismunandi gróðursamfélaga í umhverfinu rannsakaðir og skráðir. Litir og efniskennd í manngerðu umhverfi skoðaðir. Unnið með umhverfisteikningu, fjarvídd og skissuvinnu út frá ólíkum forsendum. Undirstöðuatriði litafræðinnar, með sérstakri áherslu á eðli vatnslita og möguleikum þeirra við skissuvinnu í hönnun. Stærð litaflata, afstaða og áhrif á upplifun í hönnunar hugmyndum. Ljósmynda og skissuverkefni sem tengjast náttúru- og umhverfisskoðun með hliðsjón af mismunandi lita forsendum, myndbyggingu, myndskurði og sjónarhorni. Í gegnum verkefnavinnu er unnið með sköpun og túlkun, á markvissan hátt til að dýpka skynjun og auka færni við greiningu og mat á sjónrænum viðfangsefnum.

Hugmyndavinna og rýmismyndun

Haldið áfram með alhliða teikni - og skissuþjálfun en nú bætast við æfingar í þrívídd þar sem fengist er við tilraunir og skoðun á rými. Farið í gegnum viðurkenndar aðferðir við hugmyndavinnu. Mikil áhersla á að nemendur nái valdi á að koma frá sér þrívíðum hugmyndum, með mismunandi skissutækni og einfaldri módelgerð út frá mismunandi forsendum. Verk þekktra erlendra og íslenskra landslagshönnuða kynnt. Ljósmyndun og tilraunir með lýsingu til að auka rýmiskennd. Kynnt hvernig hægt er að vinna umhverfisverk út frá mismunandi forsendum; fagurfræði, umhverfissýn , pólitík o.s.frv

bottom of page