UMHVERFISSKIPULAG IV - Landslagsgreining - Skorradalur
Vorið 2016 tókust nemendur í umhverfisskipulagi Lbhí á við það skemmtilega og spennandi verkefni að greina landslag Skorradals.
Þar kynntu þau sér hugtök um landslag, sögu og menningu í landslaginu og lásu í landslagið útfrá mismunandi mælikvörðum og vistfræðilegum tengingum. Áhersla var lögð á að draga fram sérkenni dalsins með tilliti til atvinnu- og byggðarþróunar.
Nemendurnir litu á hver þróun dalsins gæti orðið. Hvaða áhrif búseta hefði á landslagið ? jarðfræðilega fjölbreytni, fagurfræði og líffræðilega fjölbreytni í dalnum.
Eftir greiningarvinnuna valdi hver nemandi sér svæði til að vinna frekar með og hanna. Niðurstöðurnar voru að í Skorradal leynast fjölmörg tækifæri í landslaginu sem nýta má bæði til unaðs og sem atvinnuskapandi tækifæra. Mikil breidd í verkefnum og dreifing um dalinn bera vitni um það.