Græn tenging

Katharina Olga Metlicka

Eftir að hafa kynnt mér Skeifuna komst ég að því að þar er alltof mikið af bílum, fá græn svæði en mörg grá auk þess sem fólk dvelur ekki lengi á staðnum. Konseptið byggir á því að hanna græna tengingu á milli Laugardals og Elliðarárdals í gegnum Skeifuna. Hugmyndin er að búa til grænan gang sem er að mestu í bílalausu umhverfi. Græna umhverfið verður áhugavert og aðgengilegt fyrir alla. Nýjar byggingar í Skeifunni verða að stærstum hluta í blandaðri notkun og verður fókusinn á starfsemi í átt að götuumhverfi en íbúðarbyggð að náttúru. Aðgengi fyrir gang- og hjólandi umferð verður í forgang og tryggt með umfangsmiklum göngu- og hjólastígum með böffer á milli þeirra og bílaumferðar.

 

Valin svæði verða samsett af húsum með mismunandi starfsemi, torg, göngu- og hjólastígum, grænu almenningsrými og svæðum í einkaeign. Hugmyndin er að skapa aðlaðandi svæði fyrir fólk á öllum aldri, íbúa, göngu- og hjólafólki ásamt starfsfólki í Skeifunni. Lögð er áhersla á að gróður flæði í flest öll opin rými. Notaður verður fjölbreyttur gróður til að skapa mismundandi rými allt frá litlum og aflokuðum yfir í stór og opin rými. Með þessu skapast mismunandi upplifun t.d. jákvæð spenna, gleði og ró.