Umsk V 2015 - Skeifan

Haustið 2015 tókust 10 nemendur á Umhverfisskipulagsbraut í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á við það verkefni að huga að framtíð Skeifunnar í Reykjavík. 

 

Námskeiðið er haldið á þriðja námsári og er skyldukúrs í Umhverfisskipulagi.

 

Nemendur lögðust í mikla rannsóknarvinnu á svæðinu áður en þeir hófust handa við endurskipulagningu og hönnun þess.

Lögð var áhersla á fjölbreytta notkun svæðisins og að þróa í átt að mannlegu og vistvænu umhverfi sem væri borgarbúum öllum í hag. 

 

Hér á síðunnni má sjá afrakstur annarinnar. Myndskeyðin úr greiningunni má finna hér

Umsk V 2017 - Kringlumýrin

Haustið 2017 var Kringlumýrin tekin fyrir sem hönnunarverkefni.

 

 

Þá var aftur byrjað á greiningarvinnu þar sem nýtt var meðal annars video til að skrásetja staðinn. Hér urðu svo nemendur að kynna sér þær upplýsingar sem fram koma í Aðalskipulaginu fyrir svæðið.  Upp úr því var unnin hugmyndavinna sem endaði svo með fjórum hönnunartillögum fyrir svæðið. 

 

Hér undir má finna hönnunartillögur nemenda. Myndskeyðin úr greiningunni má svo finna hér