Fákatorg

Sigríður Embla Heiðmarsdóttir

 

Skeifan fékk nýja mynd í deiliteikningu að nafni Reiðmaðurinn í forgang. Í þeirri hönnun er boðið upp á göngu- og hjólaleiðir í gegnum aðlaðandi miðsvæði. Fram hjá verslunarkjarnanum þar sem Hagkaupshúsið stendur og áfram inn að  útimatarmarkað þar sem tvö gróðurhús standa þétt að útisvæðinu þar sem matarkræsingarnar bíða þess að þroskast, vera teknar upp og svo seldar á útimarkaðinum. Næst beinum við sjónum okkur að samgöngutorgi , upp við Suðurlandsbraut sem tengir útisvæði Skeifunnar við samgönguhúsið þar sem léttlest og strætó stoppa við inn og út úr miðbænum. Torgið býður þá ferðafólki frá stoppistöðinni, í gegnum torgið og inn á miðsvæði Skeifunnar.

Tengingar að torginu eru einna helst við samgönguhúsið sem býður upp á flæði frá samgöngum og inn á matarmarkaðinn/miðsvæðið. Vestan við torgið eru tvær íbúðarblokkir sem hvor fyrir sig hefur sameiginlegt útisvæði í miðju blokkar. Austan megin er blokk með útisvæði fyrir neðstu hæð sem tengist ekki torginu.  Gluggar og hurðir eru upp að gangstéttum og að mestum hluta upp við umferðargötur. Ein hlið hverrar blokkar stefnir að þessu græna torgi og eru því blokkirnar í mikilli tengingu við hraðar samgöngur. Auknir möguleikar á starfi og skóla í hverfum fjær Skeifunni. Í útjaðri Skeifunnar, næst Suðulandsbraut er hjóla- og gönguleið sem leiðir vegfarendur í gegnum torgið en innan torgsins eru öll vélknúin ökutæki bönnuð.

Concept samgöngutorgsins eru þríhyrningar í ólíkum halla og formi. Svæðið er allt í smá halla og bert fyrir akstri að norðan og sunnan við torgið. Með landuppfyllingu í formi þríhyrninga myndast rými og skjól inni í torginu. Gróðurhúsin í miðsvæði Skeifunnar eru innblástur fyrir þetta torg og eru bæði gróðurhús í syðri hluta samgönguhússins og annað pýramídagróðurhús sem leiðir vegfarendur að matarmarkaðinum, suðvestan við svæðið. Gönguleiðir flæða vel á milli húsanna og út öll horn torgsins. Þríhyrningarnir móta svæðið milli gönguleiðanna auk þess sem landuppfylling með ólíkum halla rýmanna bjóða uppá margvíslega notkun, hægt er að sitja og liggja í einrúmi eða njóta góðs útsýnis yfir mannlífið, út á veg eða inn á gróðursvæðin allt miðað við staðsetningu. Þríhyrningurinn suðaustast nær þriggja metra hæð og er þar pláss fyrir tvær litlar veitingarsölur. Pylsuvagn og samlokusala geta boðið fólki hraða þjónustu en á nyrstu tveimur rýmunum er svæði fyrir fólk til að setjast við stóla og borð, njóta matarsins, nestis og mannlífinu innan torgsins. Næst hraðbrautinni á Suðurlandsbraut eru fjölæringabeð í þríhyrningarýmunum sem mynda skjól, beðin eru samansett af ólíkum fjölæringum sem blómstra í alls kyns litum á ólíkum tímum ársins. Á köldustu mánuðum ársins hafa gróðurhúsin tvö aðdráttaröfl en frá þeim berst mikil birta auk þess sem innan þeirra vex gróðurinn á meðan náttúran utan þess liggur í dvala.

Lokaorð: Með bættum samgönguleiðum verður auðvelt fyrir fólk að ferðast um höfuðborgarsvæðið og ferðaröngþveiti innan þess minnkar. Þá er tilvalið að hanna svæðin við stoppistöðvar með gangandi og hjólandi vegfarendur í huga til að vekja enn frekar áhuga fólks á bíllausu lífi. Mikilvægt er að fólk upplifi sig velkomið til að staldra við og njóta útiverunnar í gróðursælu og slakandi umhverfi á vinsælum stoppistöðvum svo enn fleiri sækist í að nýta sér samgöngur

höfuðborgarinnar.