Fjölskyldugarðurinn í Skeifunni

Rögnvaldur Þorbjarnarson

Hugmyndin á bak við þessa hönnun er sú að þær fjölskyldur og einstaklingar sem áætlað er að flytji í skeifuna í framtíðinni hafi aðgang að útisvæði þar sem þau geta notið sín utandyra. Svæðið er umkringt af íbúðabyggingum og litlum einkagörðum upp við húsin þannig íbúar hafa möguleika á að velja hvort þeir vilji vera einir í þeim garði sem einungis er ættlaður íbúum hvers húss fyrir sig eða hvort þeir vilji fara út í stærri garðinn sem er öllum opinn. Garðurinn er settur þannig upp að allir ættu að fynna eithvað við sitt hæfi, Þar er leikvöllur sem stendur á sandi þar sem yngsta kynslóðin getur leikið sér og einnig er lítil tjörn við leiksvæðið þar sem börnin geta leikið sér við að busla í vatninu eða ná sér í vatn til að byggja úr sandinum. Körfuboltavöllur og sparkvöllur eru líka til staðar þannig eldri börn og unglingar geta skemmt sér í Íþróttum og boltaleikjum. Fyrir foreldra er stórt útigrill og ballur með borðum þar sem hægt er að grilla þegar veður leyfir og stjast út með kaffibolla og fylgjast með börnununum á leiksvæðinu. Þetta grillsvæði er einnig sett upp þannig að um jólin er hægt að setja þar jólatré og hægt er að nýta svæðið á mismunandi vegu eftir árstíðum. Þetta er fjölskyldugarðurinn í skeifunni þar sem allir geta komið, notið daginns, sýnt sig og séð aðra.