Skeifan fyrir fólkið

Kamma Dögg Gísladóttir

Svæðið sem varð fyrir valinu í hönnnunarhlutanum hefur líflega starfsemi eins og flóamarkað, Kvikmyndaskóla Íslands, umferðarmiðstöð fyrir léttlest og strætó og íbúabyggð. Á mynd 1 sést hvar mörk hönnunarsvæðisins liggja og hvar helsti kjarni eða miðbær Skeifunnar liggur . Megin markmiðið með hönnuninni er því að hafa gott flæði milli staða, góða tengingu við hjarta Skeifunnar og að aðgengi sé gott fyrir alla. Hönnunartillagan byggist á tveimur tengingum eins og sjá má á mynd 2 :

 

 

1. Grátenging: sem tengir umferðarmiðstöð að hjarta/miðbæ Skeifunnar. Um þessa tengingu er sem gerir fólki auðveldara að rata, vekur jafnvel forvitni aðdráttarafl að miðbænum. Tengingin fer einnig í gegnum tvær byggingar sem eru upprunalegar í Skeifunni. Í byggingunum er bænda- og flóamarkaður og er hægt að labba þar í gegn og tengist því starfsemin vel.

 

2. Græntenging: er gönguás sem fer í gegnum hverfið og tengir saman hverfin í kring. Í honum á að vera ákveðin hreyfing sem stuðlar að auknum samskiptum á milli íbúa. Bogadregið munstur myndar stíga og set svæði. Gróður á svæðinu myndar gott skjól og er einnig notaður til að aðskilja einkarými frá almennigsrými.