Segullinn í Skeifuna

Þorsteinn Már Ragnarsson

Hugmyndin er að gera Skeifuna að nýjum miðbæ/kjarna í Reykjavík. Þannig verður Skeifan að stað sem öll þjónusta er til staðar og ekki verður þörf á að fara út fyrir hana til þess að ná í nauðsýna þjónustu. Einnig á allt að vera í þægilegu göngufæri og létt að ferðast á milli staða. Skeifan á þannig að verða sá staður á höfuðborgarsvæðinu sem almenningur mun sækjast í og vill staldra við. Skeiðvellir er samkomustaðurinn og er við léttlestarstöðina og á sá garður að búa til torgstemmingu og rými sem fólk vill dvelja á.

Skeifan býður upp á marga möguleika og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. T.d er Matjurtargarður, Íþróttasvæði, Leikvöllur og Grasagarður sem fólk á öllum aldri getur nýtt.

 

Skeiðvellir er samkomustaður Skeifunnar þar sem mest líf mun vera. Innan marka Skeiðvalla er að finna léttlestarstöð sem mun auðvelda íbúum Reykjavíkur að komast ferða sinna. Einnig eru íbúðir, verslanir og þjónusta sem auka mun líf og notkunargildi staðarinns.

Garðurinn/torgið er með mikið af gróðri og trjám í bland við hellulagnir og steypta göngustíga. Þannig er endurheimtandi umhverfi og aðgengi fyrir alla.