Skeifutorg

Elís Guðmundsson

Eftir nokkrar vangaveltur um hönnun skeifunar í heild sinni komst ég niður á þá hugmynd að skeifan ætti að verða „nýr“ miðbær með góðar tengingar við nærumhverfi sitt. Hugmyndin gekk út frá því að í gegnum skeifuna væri miðbæjargöngugata með verslunum, þjónustu, skrifstofum og íbúabyggð. Í kringum þessa götu væri svo íbúabyggð, þjónusta og skrifstofur. Markmiðið var því að þétta byggðina, gera hana vistvænni svo hverfið myndi laða að íbúa, minnka umferð, bæta samgöngur fyrir gangandi og hjólandi umferð og hafa nokkur græn svæði og torg.

 

Útfrá þessum hugmyndum mínum um heildar hönnun á skeifunni lá beinast við að hanna torg sem markar upphaf göngugötunar í gegnum skeifuna. Við hönnun á torginu var höfð til hliðar náttúra Íslands og leitast eftir því að tengja torgið sem mest við hana. Torgið er eins og fyrr segir upphaf göngugötu og afmarkast af byggingum sem í eru verslanir, þjónusta og skrifstofur. Torgið er hugsað sem afþreyingar svæði fyrir stóran mannfögnuð líkt og tónleikahald, útifundi og því um líkt en einnig svæði sem nýtist vel á venjulegum degi þar sem lítið er um fólk. Svæðið er að stærstum hluta úr malbiki en til að brjóta það upp er sett hellulögn með fram húsum og inn á mitt torgið þar sem mesta aðdráttaraflið er. Á miðsvæðinu eru grasblettir, stigi ætlaður sem sæti og lítil tjörn. Útfrá tjörninni í átt út af svæðinu er hellulögn úr náttúrgrjóti og í henni eru lítil ljós sem mynds stjörnuhiminn þegar skyggir. Ofan á hellulögninni  er stórgrýti misstór sem hægt er að nota sem sæti eða til leiks. Í öðrum endanum á torginu sem leiðir þig inn á göngugötuna eru kollar misháir sem mynda hring en inn í hringnum eru stórt barrtré. 3 tré eru á torginu og er bekkur í kringum 2 þeirra sem hægt er að setjast á. Lýsingin á svæðinu er að mestum hluta í jörðinni og lýsir upp í loft, þessi lýsing er í kringum „gönguleiðir“ torgsins. Önnur lýsing er undir bekkjum og í tröppum sem beinist til hliðar.