Segulinn í Skeifuna

Anna Margrét Sigurðardóttir

Skeifan gegnir mörgum hlutverkum og þar er hægt að sækja alls konar þjónstu og sinna daglegum verkum. Árstíðir koma og fara rétt eins og fólkið í Skeifunni og með hverri árstíð breytist umhverfið og kallar á mismunandi skyldur hjá fólki. Svæðið sem valið var til hönnunar er staðsett í miðri Skeifunni og er hugsað að það sé helsta aðdráttaraflið í Skeifuna. Svæðið myndar eitt torg og einn garð sem tengjast saman og saman tengjast þau allri starfseminni í kring.

 

Skeifan á að vera staður fyrir valdar athafnir og félagslegar athafnir þar sem er auðvelt að komast á milli stað og býður upp á tækifæri til að hitta annað fólk. Staður sem hægt er að nota allt árið og njóta þess að fylgjast með árstíðarbreytingum og sjá tímann líða.

 

Torgið og garðurinn tengjast saman með hellum, gróðri og lýsingu og eru þau bæði hönnuð með það að leiðarljósi að vera nothæf allt árið um kring. Það er gengið inn á svæðið frá öllum áttum og það er hægt að ganga um allt svæðið. Það er ein merkt hjólaleið sem gengur meðfram torginu og á svæðinu eru að finna þrjú hjólaskýli. Lítil bílaumferð er á svæðinu, það er einstefna sem hægir á umferðinni sem stuðlar að gangandi og hjólandi séu í forgangi fyrir bílandi. Garðurinn er með tjörn og miklum trjágróðri sem líkist helst litlum viltum skógi. Torgið er fjölbreytt svæði með útiveitingum, vatni, gosbrunnum, grasbrekku, setbekkjum, trjágróðri, grassvæðum og miðju sem einkennir torgið.

 

Svæðið er vel lýst og býður upp á margs konar afþreyingar eins og útitónleika, markaði, sleðabrekku, skautsvell, snjósöfnun og stöðum til að hanga. Svæðið er fyrir fólkið sem á heima í Skeifunni, fólkið sem starfar í Skeifunni, unga sem aldna og fyrir Jón út í bæ.