Hreiður-Býli  Rebekka Guðmundsdóttir

Fjölskylduganga við bakka Fitjaár í faðmi fossa og spennandi skógarganga í Bakkakotsskógi. 
Óspillt náttúran og saga dalsins fangar þig.

Gönguleið í umhverfi fossanna, Hreiðurleiðin er um 2 km að lengd og hentar jafnt ungum sem öldnum. Leiðin byrjar við brúnna yfir Fitjaá fyrir innan Fitja. Gengið er áleiðis upp Skorradalsveg. Aðeins ofar liggur stígur út frá veginum sem er viðarstígur. Gengið er áfram viðarstíginn með lúpínubreiðu til beggja handa að Fitjaá, þar liggur stígur sem skiptist á að vera timburstígur og malarstígur. Þegar komið er að ánni er hægt að ganga yfir göngubrú sem liggur yfir ánna. Stígurinn sem tekur við af göngubrúnni tengist við stíginn að Síldarmannagötum og að stígum skógræktar. Timburstígurinn vinstra megin við bakka árinnar auðveldar för um lúpínubreiðu sem er annars mjög torfarinn en malarstígur tekur við inn á milli þar sem gengið er um á lítt grónu landi eða á skógarsvæði. Þrír áningarstaðir eða hreiðurbýli eru við bakka árinnar við fossana, Mýrarfoss, Keilufoss og Kvíafoss. Leiðin endar við Kvíafoss og tengist við Skorradalsveg þar sem er hægt að ganga niður veginn. Á leiðinni er hægt að ganga út af veginum inn malarstíg sem liggur að hreiðurbýlinu Sarpi eða halda áfram að brúnni yfir Fitjaá.