Skorradalsormurinn - Vilborg Þórisdóttir

Þemað í hönnuninni er Ormurinn sem ER í Skorradalsvatni, það er notast við hann sem innblástur í hönnuninni þar sem göngustígurinn og bryggjan eru hönnuð í laginu eins og Ormurinn. Sagt er að leggi maður gull undir brekkusnigil eða lyngorm vex bæði ormurinn og gullið uns hann verður stór og mannskæður verði hann ekki drepinn. Ormurinn er elskur gullinu og lætur fyrr drepa sig á því en að ræna sig af því. Slíkur ormur er sagður vera í Skorradalsvatni og á hann uppruna sinn að rekja til þess þegar stúlka ein vildi athuga hvort rétt væri þessi sögusögn um orma og gull. Lagði hún snigil á gull í öskju og þegar hún síðar vitjaði hans hafði askjan sprungið undan honum. Stúlkan varð hrædd og henti ormi og gulli í Skorradalsvatn. Er ormurinn nú stór og lét hann meðal annars bera á sér fyrir svartadauða og stórubólu.