Votlendissetur Fitjum - Guðrún Jensdóttir

Votlendi innan Skorradals hafa átt undir högg að sækja með mikilli framræslu gegnum tíðina. Mælingar sýna að 87% votlendis hreppsins hefur verið ræst fram og eftir stendur einungis votlendið við ósa Fitjaár. Á vatnasviði Fitjaár er að finna einstaka mýrargerð sem telja má verðmæta fyrir Borgarfjörð í heild. Tegundaauðgi fugla er sérstaklega mikil ásamt því að þar finnast fjöldi háplöntutegunda. Meðal fugla sem þar finnast er Himbrimi sem konungur Skorradalsvatns. Í mýrlendinu er hrossagaukurinn algengur og eru árósarnir sömuleiðis búsvæði margra tegunda svosem stelks, lóuþræls, jaðrakans, álftar og grágæsar.

Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið verði gert aðgengilegt almenningu með lágstemmdum göngustg um svæðið. Þar væri hægt að fræðast um lífríki votlendissins, skoða fugla og njóta útivistar.