Gönguleiðin Skessa -  Viktoría Ýr Norðdahl

Gönguleið með sterk tengsl við staðaranda og jarðmyndanir

Gönguleiðin Skessa er 4,5 km og nær frá Hreppslaug að Andakílsárvirkjun yfir að stíflunni og aftur niður að lauginni. Sunnan megin við Andakílsá eru stígar úr timbri vegna þess hve blautur jarðvegurinn er, en norðan megin er hann úr möl eða malmiki. Andakílsárvirkjun verður að sýningar stað og upplýsingarmiðstöð um rafmagn á Íslandi, en Hreppslaug hefur ákveðið aðdráttar afl sem myndi bara styrkjast við þessa uppbót. Fyrir ofan virkjunina eru svo stigar til þess að komast að gamla árfarveginum, þar er mikið af einstökum náttúrufyrirbrigðum sem vert er að skoða. Á þessari gönguleið er mikill fjölbreytileiki í áferðum og einnig mikill náttúrulegur fjölbreytileiki. Sem dæmi má nefna þá er vatnsmagnið fyrir ofan virkjunina mjög breytilegt, svo staðurinn er nánast aldrei eins.

Markmið með þessari ævintýralegu gönguleið eru að veita áhrifamikla upplifun fyrir gesti og gangandi með því að:

Tengja saman ólík náttúrufyrirbrigði; heita vatnið, rafmagnið og náttúrufyrirbrigðin í gamla árfarveginum.

Styrkja staðarandann, sem hefur áhrif á komu fólks á svæðið.

Mögulegt að nota svæðið allt árið um kring.

Vekja upp löngun til þess að kanna og afla sér upplýsinga.