Ferðaþjónusta Indriðastöðum - Heiða Ágústsdóttir

Indriðastaðir er 1131 ha jörð í Skorradal, sem stendur í skjóli Skarðsheiðarinnar og er við vesturenda Skorradalsvatns. Fyrstu sumarhúsin voru byggð á jörðinni frá árunum 1960-1970, en árið 2000 hófst svo markviss skipulagning á svæðinu fyrir frístundabyggð. Um 150 sumarhús eru í landi Indriðastaða og 48 nýjar lóðir eru til sölu fyrir ofan bæinn. lóðirnar eru allt frá 3.500 m2 – 9.000 m2 með útsýni yfir Skorradalinn, Skorradalsvatn og umhverfið frá Snæfellsjökli í vestri til Eiríksjökuls í austri. Ásamt skipulagningu frístundabyggðarinnar hófst einnig uppbygging ferðaþjónustu, hlöðu hefur verið breytt í veislusal sem var til útleigu, með rými fyrir allt að 300 manns, klifurveggur er í súrheysturninum og bænum Indriðastöðum hefur verið breytt í fullbúinn golfskála. Ýmiss afþreying var í skipulagi líkt og fjórhjólaleiga. Tjaldsvæði
með salernis og sturtuaðstöðu og aðgengi að rafmagni fyrir ferðavagna var einnig í skipulagi. Byrjað var að skipuleggja 9 holu golfvöll, en 18 holum var bætt við uppúr 2007. Sá völlur hefur ekki enn verið tekinn í notkun. Í kringum árið 2010 var staðnum lokað með öllu, í dag er ekkert um að vera á indriðastöðum, hús liggja undir skemmdum og tún óhirt.
Í þessu skipulagi er tekið við þar sem frá var horfið. Í viðbót við 4x 100m2 sumarhús sem voru í leigu á jörðinni bætast 8 slík sumarhús ásamt 55 smáhýsi 15x25m2 og 40x50m2. 27 ha tjaldsvæði með skipulögðu svæði fyrir hjólhýsi og húsbýla með aðgengi að rafmagni, salernis og sturtuaðstaða, eldhúsaðstaða og grill ásamt stóru og góðu leiksvæði fyrir
börnin. Tjaldsvæðið skiptist í gróið svæði með hávöxnum og lágvöxnum runnum þar sem hægt er að tjalda í rjóðri, í opnara svæði fyrir stærri ferðavagna.